13 desember 2008

Fyrirhuguð lækkun tekjuskatts á fyrirtæki

Síðasta vor samþykkti Alþingi breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Þar var meðal annars kveðið á um hækkun persónuafsláttar á næstu árum, umfram verðbólgu ef ég man rétt.

Þá voru líka þarna ákvæði um lækkun tekjuskatts hlutafélaga og einkahlutafélaga, annars vegar úr 18% í 15% og hins vegar úr 26% í 23,5%. Þessar breytingar eiga að taka gildi 1.janúar næstkomandi eins og sjá má hér .

Nú hefur ríkisstjórnin lagt til að tekjuskattur einstaklinga verði hækkaður um 1% og er engin ástæða til að ætla að það gangi ekki í gegn. Að auki munu sveitarfélögin að öllum líkindum hækka útsvarið.

Ég spyr því hvort enn þá standi til að lækka tekjuskatt á lögaðilum þann 1.janúar? Hefur fyrirhuguð lækkun verið dregin til baka eða stendur til að gera það?Fyrirvari: Ég játa það á mig að vera önnum kafinn í próflestri og því gæti það hafa farið framhjá mér ef þegar hefur verið hætt við fyrirhugaða lækkun. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli