22 janúar 2009

Hættið'essu væli, áfram mótmæli

Það fór allt úr böndunum í gær. Þegar hópur ungmenna (þetta var ekki nema brot af heildinni og lang flestir yngri en 20 ára) fór að kasta grjóthnullungum í lögregluna var ástandið farið úr böndunum.

Þegar lögreglan beitti táragasi held ég að það hafi verið eina úrræðið í stöðunni. Á þeim tíma voru nokkrir ofbeldismenn að kasta grjóti og hellum í lögregluna á meðan aðrir ofbeldismenn voru að skvetta bensíni á aðalinnganginn í Alþingishúsið sjálft og reyna að kveikja í húsinu.

Ég, ásamt þó nokkrum öðrum, gekk á milli og reyndi að fá unglinna til að hætta að kasta grjóti - það væri ekki við lögregluna að sakast. Sumir tóku því ágætlega og slepptu grjótinu eða létu mig fá það (hafa örugglega bara farið og sótt meira) á meðan aðrir rifu kjaft. Héldu því fram að lögreglan stæði með ríkisstjórninni eða komu með einhverja sögu um að einhver lögg hefði lamið einhverja stelpu sem var ekki nema 10 ára, eða eitthvað álíka.

Minnstu munaði tvisvar eða þrisvar að ég lenti í slagsmálum af þessum sökum. Með munninn sem mitt beittasta vopn náði ég að koma í veg fyrir að lenda í átökum. Fékk þó nokkur vel valin orð að launum.

Merkilegt þótti mér að sjá þarna viðstadda þó nokkra þekkta afbrotamenn. Afbrotamenn sem ég þekki í sjón úr fjölmiðlum. Heyrði út undan mér úr hópi 5-7 stráka þegar þeir voru að hvetja hvern annann til að kasta gangstéttarhellu sem þeir höfðu. Allavega tveir þeirra treystu sér ekki til að kasta grjótinu - þeir væru nefnilega á skilorði og vildu ekki taka áhættuna á að lögreglan þekkti þá!

Það er ljóst að næst þegar ég verð viðstaddur mótmæli þá mun ég klæðast appelsínugulu.

Appelsínugulur er sameiginleg yfirlýsing friðsamra mótmælenda:
 • Við erum appelsínugul
 • Við erum friðsöm
 • Við viljum breytingar

Appelsínugulur...


... er friðsöm krafa um breytingar


... merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni


... er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er


... lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið


Appelsínugulur á sér engan málsvara, heldur eru allir þeir sem styðja þessa yfirlýsingu málsvarar hennar


Vertu í appelsínugulu, sýndu lit.

Sjá hérna . 

3 ummæli:

 1. Er ekki þetta kvót í appelsínugulan úr The Glorious Revolution? Það var nú aldeilis pólitík í því;)

  Má heldur ekki gleyma því að nokkrir vel valdir mótmælendur köstuðu þvagi og saur í lögreglu.

  Svona mótmæli kalla alltaf ákveðinn hóp af fáráðlingum fram. Finnst hann helst til stór að verða. En auðvitað eru flestir sammála um að breytingar þurfi. Held að boltinn sé hjá þínum flokki Andri.

  SvaraEyða
 2. hvernig væri að klæðast appólituðu varabuningum Völsungs!

  SvaraEyða
 3. Það á náttúrlega að finna þetta lið sem kastaði saur og láta það éta eigin saur.

  En ég er nú ekki sammála því að einhver flokkur sé minn. Þykist vita að þú sért að vísa til samfó en það er ekki minn flokkur frekar en einhver annar. Ef hann hefur einhvern tímann verið það þá er hann það alls ekki þessa stundina.
  Er samt sammála þér að boltinn sé hjá þeim.

  Þínir menn í framsókn eiga hugsanlega eftir að sinna mikilvægu hlutverki þegar breytingarnar verða:)

  Lýst vel á að vera í völsungsbúning við mótmælin.

  SvaraEyða