23 janúar 2009

Kosningar strax?

Ögmundur Jónasson vill kosningar strax . Helst í gær.

Það er of skammur fyrirvari að kjósa strax, að mínu mati. 9.maí hljómar betur í mínum eyrum. Rök fyrir því eru meðal annars þau að ef kosið verður fljótlega gefst mjög takmarkaður tími fyrir ný framboð og nýtt fólk að koma sér á framfæri. Það er væntanlega það sem Ögmundur vill.

Svo því sé haldið til haga þá vil ég sjá nýtt fólk allstaðar. Ekki bara hjá sjálfstæðisflokki og samfylkingu heldur hjá öllum hinum flokkunum líka. Ég vil ekki sjá Ögmund og Steingrím Joð lengur á Alþingi frekar en ég vil sjá Geir eða Árna, eða Björgvin og Ingibjörgu.

Það þarf að hreinsa alveg til á Alþingi - besta leiðin til þess er að fá nýtt og ferskt fólk, ekki fólk sem er orðið samdauna Alþingishúsinu sbr. Steingrím og Ögmund.

1 ummæli:

  1. já sammála við þurfum eitthvað DREAMTEAM af fersku fólki sem með raunhæfar lausnir. En já Vinstri Græn og framsókn brillera i skoðanakönunum þannig að þau eru frekar gröð í að kjósa á morgun.

    persónulega vil ég þjóðstjórn nu þegar fram að kosningum ég held að 9 Mai sé í fyrralagi en kannski bara nægur tími fyrir nýtt fólk/flokkaað komast að.

    En sambandi við þjóðstjórn er eg ekki alveg viss í sambandi við VG og sjálfst.flokk en það yrði forvitnilegt!

    SvaraEyða