29 janúar 2009

Þá og nú

Gaukur Úlfarsson var í dag sýknaður af Hæstarétti fyrir ummæli í bloggfærslu. (Mbl)

Stefán Fr. segir þetta um málið :
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að fólk verði að gá að sér þegar að það skrifar á blogg. Eitt er að hafa skoðanir, annað er að ráðast ómerkilega að fólki og með ósmekkleg ummæli.[...] Mér fannst Gaukur ekki ganga mjög harkalega fram í þessu máli og skil því niðurstöðuna.


Fyrir héraði í fyrra var Gaukur sakfelldur fyrir sömu ummæli og hann var sýknaður nú. (Mbl)

Stefán Fr. hafði þá þetta að segja:
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að fólk verði að gá að sér þegar að það skrifar á blogg. Eitt er að hafa skoðanir, annað er að ráðast ómerkilega að fólki og með ósmekkleg ummæli. Það sést í þessu máli þar sem ummæli sem greinilega fóru langt yfir markið eru dæmd dauð og ómerk og bloggari verður að greiða miskabætur til þess sem hann fjallaði um.
Leturbreytingar eru mínar. 

5 ummæli:

 1. Stebbi Fr er uppáhaldsbloggarinn minn! ég held með honum


  ML

  SvaraEyða
 2. Góður dómur.

  Stebbi Fr er með þetta ."Stjörnubloggari".

  SvaraEyða
 3. Góð rannsóknarblaðamennska Andri, þetta er bráðfyndið. Ert þú semsagt Hnakkus?

  SvaraEyða
 4. Hehe það er spurning. Kannski ég hafi bara óvart skrifað á vitlaust blogg í þetta skiptið:)

  Því miður ekki svo gott samt. Hnakkus er einn af þeim betri.

  SvaraEyða