27 janúar 2009

Þorgerður Katrín að rugla

Þorgerður Katrín segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklega hafi Ingibjörg Sólrún ekki getað hugsað sér að Þorgerður yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann.
Vera má að það sé hluti af ástæðunni. Fyrir mitt leyti skiptir ekki minna máli að Þorgerður Katrín átti, ásamt Kristjáni Arasyni eiginmanni sínum og einum af helstu stjórnendum Kaupþings, félagið 7 hægri ehf. Sögu sem flestir þekkja.

Mér finnst ekki við hæfi að fá forsætisráðherra sem fékk niðurfelldar tugmilljóna skuldir/ábyrgðir vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi - þar sem líklega allra mesta spillingin grasseraði.

2 ummæli:

  1. Það er með ólíkindum hvað þessi gjörningur hefur fallið í skuggan af öðrum atburðum. Ópólitískur vinnufélagi minn stóð á öndinni í dag yfir þeirri hugmynd Sjalla að ÞKG yrði forsætisráðherra, hvernig þeim gæti dottið þetta í hug í ljósi þessa.
    Það eru ekki allir búinir að gleyma.

    SvaraEyða
  2. Já. Fólk er heldur betur fljótt að gleyma. Allt of.

    SvaraEyða