21 febrúar 2009

Mennta-rúnk

Alveg er ég búinn að fá ógeð af þessu endalausa röfli um menntun hinna og þessara stjórnmálamanna.

Árni Matt. er dýralæknir sem gerði hann óhæfan í embætti fjármálaráðherra. Hann hefur að vísu 17-18 ára reynslu sem alþingismaður og ráðherra en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann er dýralæknir.

Steingrímur J. er jarðfræðingur sem gerir hann óhæfan sem fjármála-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Hann hefur verið á þingi í meira en 25 ár en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann er jarðfræðingur.

Jóhanna Sigurðardóttir er flugfreyja sem vitanlega gerir hana óhæfa til að gegna embætti forsætisráðherra. Hún hefur verið fimm árum lengur á Alþingi en Steingrímur en það breytir ekki þeirri staðreynd að hún er flugfreyja.

Núna snýst umræðan mikið um að Davíð sé barasta alveg með nógu góða menntun til að gegna stöðu seðlabankastjóra. Skilur fólk ekki að menntun per se er bara hluti af heildar pakkanum? Þessi er lögfræðingur eins og Davíð. Ætlar einhver að halda því fram að hann sé hæfur í stöðu seðlabankastjóra?

Mín skoðun er sú að þegar menn eru í pólitík þá er tíkin sú arna ávallt æðri menntuninni. Það er því ekki fyrr en við höfum fólk eins og Gylfa Magg sem viðskiptaráðherra, sem menntunin skiptir máli. Þingmenn, í hvaða flokki sem er, taka flokkinn fram yfir. Þannig er það bara.

1 ummæli:

  1. Pierluigi Collina er hagfræðingur...fínn dómari samt...

    Kv,
    Dagur

    SvaraEyða