07 febrúar 2009

Mikilvægt að halda því til haga

Mér þykir mikilvægt að halda ákveðnu atriði til haga í allri umræðunni um Seðlabanka Íslands.
Áróðursvél Sjálfstæðisflokksins fer mikinn núna. Þeir skipta tugum sjálfstæðismennirnir sem fara fram núna með þennan klassíska áróður. Segja þetta vera pólitískar ofsóknir; hatur á Davíð. Segja að það sé ekki hægt að tala um eitthvað sjálfstæði seðlabankans þegar pólitíkusar eru að skipta sér af stofnunni og jafnvel að reka bankastjórana. Þetta er misjanflega orðað eins og mennirnir eru margir, en boðskapurinn er þó þessi.

Svo því sé algjörlega haldið til haga, fyrir þá allt of mörgu landsmenn sem hafa ekki nægjanlega sjálfstæða hugsun til að mynda sér sína eigin skoðun (sem eru alltof margir - flestir falla í þá gildru að taka upp áróðurinn), þá skiptir það höfuð atriði í þessu öllu saman að Davíð Oddsson var ekki ráðinn í Seðlabankann á faglegum forsendum. Hann ákvað sjálfur að setjast í þennan stól. Hann kom málum þannig fyrir að hann fengi þessa stöðu. Síðast en ekki síst þá stóð hann fyrir því hækka laun seðlabankastjóra áður en hann tók sætið, svo hann ætti örugglega fyrir salti í grautinn. 

Hafi fólk þetta í huga þegar áróðursmaskínan malar þá kemur í ljós allt önnur mynd á málið en sjálfstæðismenn vilja sýna.

5 ummæli:

 1. Mér er algerlega óskiljanlegt afhverju það hefur enginn hreinlega drepið manninn (DO), ekki það ég hafi tími og sérstaka löngun til að drepa nokkrun mann, þá finnst mér þetta stórundarlegt.

  SvaraEyða
 2. Finnst hálf klisjukennt að tala um áróðursmaskínu Sjálfstæðisflokksins.

  Veit ekki hver skilgreiningin er á því hugtaki en það eru vissulega margir sem halda þessu fram, sbr. himpigimpið sem var f.h. sjálfstæðisflokssins í kastljósinu síðastliðin föstudag.

  Hins vegar hefur maður heyrt gagnrýnisraddir innan flokksins um að Davíð eigi að sjálfsögðu að víkja, sbr. bara sjálfan varaformann flokksins.

  En það er fáránlegt að þessi mannkind skuli ekki ætla að víkja og ef forsætisráðherra nær ekki að reka hann þá sýnir það vanmátt hennar.

  SvaraEyða
 3. http://www.visir.is/article/20090209/FRETTIR01/165707924

  Svo þætti mér gaman að vita skoðun þín á hinn þrælvangefnu forsetafrú!

  SvaraEyða
 4. Ég fullyrði að tal um áróðursvél íhaldsins sé engin klisja.

  Það er í sjálfu sér efni í heila færslu, jafnvel langa færslu. Það koma einhverjir punktar frá æðstuprestunum sem sönfuðurinn grípur athugasemdalaust á lofti og hjakkast á. Oftar en ekki grípa þeir minna trúuðu þetta einnig. Þannig kemur þetta fyrir.

  Sennilega er besta dæmið um þetta sú almenna trú manna að það fari allt til fjandans þegar vinstri stjórn er við völd. Það er ekkert samasem merki þarna á milli. Þetta er bara einhver boðskapur sem íhaldið hefur haldið svo lengi á lofti að fólk trúir þessu bara eins og hverjum öðrum sannleik.

  Kannski ég skrifi bara færslu um þetta við tækifæri. Færð nánari gagnrýni og rök þá.

  Varðandi forsetafrúna þá veit ég ekki alveg hvað segja skal!
  Merkilegt þykir mér að hún skuli hafa séð þetta allt saman fyrir í mörg ár en á sama tíma var húsbóndinn að mæra útrásina. Þetta virkar eins og það hafi verið tveir unglingar á versta aldri að þræta.
  Gott að hana hafi langað að mótmæla með mér:)
  Annars virðist vera niðurskurður á Bessastöðum, hvítvín og lax fyrir blaðamennina!!!

  SvaraEyða
 5. mjog ahugavert, takk

  SvaraEyða