26 apríl 2009

Álag á netþjón - Atómstöðin

Ég er búinn að gera nokkrar tilraunir til að hlaða niður Atómstöðinni eftir Halldór Laxness í boði Forlagsins. Það hefur enn ekki tekist. Núna birtist þessi texti þegar ég reyni:

Álag á netþjón Forlagsins er gríðarlegt sem stendur vegna niðurhals á Atómstöðinni. Unnið er að því að flytja skrárnar á öflugri netþjón. Við sendum þér tölvupóst þegar því er lokið, en mögulega verður það ekki fyrr en á mánudag.
Við þökkum áhugann um leið og við afsökum vesenið.
Með kveðju,
Forlagið

Lausnin er einföld. Jafningjanet (e. peer to peer). 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli