15 apríl 2009

Óskiljanlegar aðgerðir

Ég á mjög erfitt með að skilja aðgerðir lögreglunnar gegn hústökufólkinu á Vatnsstígi 4.
Auðvitað er mér ljóst að þetta hús er í eigu einhvers verktaka sem vill ekki hafa fólkið þarna inni. En ég segi bara "so what?".
Þetta er skítakofi sem er að hruni kominn. Fólkið kom sér þarna fyrir og reyndi að lappa örlítið upp á húsið og hvað? Jújú akkúrat það sem allir bjuggust við, víkingasveitin mætti á staðinn og beitti því sem þurfti til að koma fólkinu út.
Ég spái því að fólkið hefði hypjað sig heim fyrir helgi ef enginn hefði nennt að skipta sér af þeim. Til vara þá sé ég ekki að það hefði gert neinum hinn minnsta skaða þó fólkið hefði verið þarna fram yfir komandi helgi.

Allir fyrirlestrar um eignarrétt og slíkt eru afþakkaðir. (Án þess þó að ég sé sammála stúlkunni sem hrópaði að eignarrétturinn væri ekki til og eitthvað álíka). Einnig vísa ég á bug þeim rökum að fólkið hafi verið þarna á ábyrgð eigandans. Ég neita að trúa því að þjóðin sé orðin það ameríkanseruð að fólk sem brýst inn í hús sé á ábyrg einhvers annars en sjálfs síns.

8 ummæli:

 1. Thad a natturulega ad "Maze-a" lidid... thydir ekkert annad.

  Svo thydir heldur ekkert fyrir Vinstri Graena ad setja upp kosningaskrifstofu hvar sem er og an thess ad borga fyrir.

  SvaraEyða
 2. Því miður fyrir fólk á þinni skoðun þá búum við í réttaríki þar sem fara ber eftir lögunum.

  Þú getur alveg haft þá skoðun að eigandinn hafi ekki átt að aðhafast neitt. En átti lögreglan s.s. bara ekkert að aðhafast þegar eigandi hússins var búinn að biðja þá um að rýma það fyrir sig? Áttu erfitt með að skilja aðgerðir lögreglu þar sem þeir voru að fara eftir sinni lögboðnu skyldu?

  Þetta er líka svo miklir endar. Hrópandi að eignarrétturinn væri ekki til og svo kemur frétt "hústökumenn á að ná í eigur sínar".

  Auðvitað engin þversögn í því...

  SvaraEyða
 3. Æji Pálmar ég nenni ekki að hlusta á þetta lagabull alltaf. Auðvitað er þetta réttarríki þar sem ber að fara að lögum. Það er td. bannað að auglýsa áfengi og að sjálfsögðu er farið eftir því, því þetta er jú réttarríki!

  Það er alveg sama hvað reglurnar segja, stundum þarf líka að taka skynsemina með í reikninginn. Alverstu lögregluþjónar landsins eru þeir sem kunna reglurnar alveg 100% en hafa enga skynsemi.

  Í þessu tiltekna dæmi get ég bara ekki séð hvað málið var. Það má ekki gleyma því að eigandinn er að reyna allt sem hann getur til að fá að rífa húsið, þannig að það er nokkuð ljóst að honum er ekki annt um húsið sem slíkt. Og ekki var þetta lið að fara að eyðileggja lóðina.

  Eins og ég segi þá hefði klárlega verið hægt að fara einhverja mildari leið en að fá víkingasveitina til að saga húsið í tætlur og fara í einhvern stríðsleik. Ég held það hafi akkúrat verið það sem þetta lið vildi. Ef þeir eru með pung þá finna þeir sér nýtt hús til að fara í, nóg er víst af þeim þarna í 101. Svo kemur löggan og hendir þeim út. Þá finna þeir nýtt hús og svo koll af kolli.

  Ég er alls enginn aðdáandi svona hluta í sjálfu sér. Var til dæmis meira á bandi lögreglunnar en mótmælenda þegar lögreglan beitti gasi og úða á liðið, mig þar með talinn, eins og þið vitið báðir. Mér finnst bara þetta tiltekna dæmi vera svona eins og með lítinn krakka sem er að reyna að fá athygli með frekju.

  Þú getur alltaf talað um þessa lögboðnu skyldu lögreglunnar. Hún var að sinna sinni lögboðnu skyldu þegar hún mætti í óeirðabúningum við mótmælin, sem leiddu til þess að fólki fannst í lagi að kasta öllu lauslegu í þá (er ekki að réttlæta það, þið vitið alveg mína skoðun þarna). Nokkrum dögum síðar breyttu þeir um taktík, mættu bara venjulega klæddir og gengu um á meðal fólks og blönduðu geði. Niðurstaðan var allt önnur en í bæði skipti sinnti lögreglan sinni lögboðnu skyldu.

  SvaraEyða
 4. Já. Það hefði ábyggilega virkað að mæta þarna venjulega klæddir og tala við þetta fólk. Þá hefði það mjög líklega sleppt því að kasta saur þvagi í þá.

  Lagabull segir þú? Fyrirsögnin er "óskiljanlega aðgerðir". Frekar grunnt að skilja á engan hátt að lögreglan hafi gert það sem þurfti að gera.

  SvaraEyða
 5. Ég var á staðnum í öllum mestu látunum þegar mótmælin stóðu yfir og veit nákvæmlega hvernig þetta fór fram. Pakkið sem kastaði hlandi og skít, og var með hnífa að reyna að stinga lögregluna, kom í sjálfu sér þessum mótmælum ekkert lið. Þetta var bara skítapakk sem notfærði sér hvernig staðan var orðin til að reyna að koma höggi á lögregluna.

  Og jú það virkaði ágætlega hjá lögreglunni að vera venjulega klæddir og tala við nákvæmlega sama fólk og var að mótmæla, dagana á eftir.

  Það má vera að þetta sé "frekar grunnt". Tæki það eflaust til mín ef það kæmi ekki frá manni sem lifir eftir þeirri lífsskoðun að "þetta reddist". Og að það hljóti einhverjir að redda þessu einhvern tímann. Svo ég tali nú ekki um að ætla að kjósa áframhaldandi stjórn af því hann á flatskjá og ps3 tölvu. Veit ekki betur en þú eigir þessar græjur enn þá þannig að það er borðliggjandi hvað þú kemur til með að kjósa í vor :)

  SvaraEyða
 6. Verð að vera sammála frændum mínum hérna... Mín skoðun er sú að það sem skipti mestu máli í þessu er að það er maður sem á þetta hús, það skiptir engu máli hvort honum þyki vænt um það eða ekki, og það er ekki einhverra vitleysingja (hústökufólkið) að dæma um það hvort þau megi fara inn í hús einhvers og byrja að búa þar :)

  Þetta er svona eiginlega svipað og ef ég mundi kaupa mér bigffot bíl og ætlaði breyta honum þannig að það væri bara eins og ég væri að starta flugbvél á bílastæðinu mínu hvern einasta morgun, nágrannar mínir yrðu væntanlega ekki ánægðir með þessi áform mín og mundu safna undirskriftarlistum sem mundi enda með því að ég fengi ekki að breyta honum vegna hljóðmengunnar.. Ég tæki þá bara þá ákvörðun að taka bílinn af skrá og hafa hann fyrir utan bliokkina hjá mér vegna þess að ég þyrfti ekki að notann vegna þess að ég fékk ekki að breyta honum.. Svo mundi ég vera á sunnudagsrúntinum með fjöllunni og þá mundi ég mæta bílnum mínum niðrí bæ með einhverja suddalega stelpu með lokk milli augnanna undir stýri :)

  Skil samt alveg pointið hjá þessu liði, þ.e. að vekja athygli á einhverjum málstað.. En það er bannað að fara bara inn í eitthvað hús og búa þar...

  Og svo voru þau búin að koma í fréttum þar sem þau sögðu að þau færu ekki út með góðu móti ... Bilað lið

  kv. Ljósið

  SvaraEyða
 7. Nú á ég engan bíl...ef ég væri svo staddur í Kringlunni og þyrfti nauðsynlega að komast upp í Smáralind, mætti ég þá taka bíl af bílaplaninu og keyra hann upp í Smáralind? Ætti ég frekar að taka ljótan bíl sem augljóst væri að eigandinn hugsaði ekkert um og væri alveg sama um bílinn en einhvern flottan nýbónaðan bíl sem vel væri hugsað um? Segi bara svona :)

  Kv, Dagur.

  SvaraEyða
 8. Ja, sennilega svo pad er

  SvaraEyða