13 apríl 2009

Endurtekin lygi = sannleikur?

Ágætt að halda því til haga á þessum vettvangi, að það er alveg sama hveru oft Gísli Marteinn og félagar segjast hafa komið í veg fyrir Rey-klúðrið, það verður aldrei sannleikur.
Þeim tekst hins vegar örugglega að fá eitthvað fólk til að trúa því.

Er einhver þarna úti sem sér ekki samhengið á milli þessa styrks frá FL Group og aðkomu sama fyrirtækis að Rey málinu?

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að halda því fram að fyrirtæki gefi stjórnmálaflokki 30 milljónir án þess að fá eitthvað til baka? Nú ríður á að fjölmiðlar segi okkur hvað sjálfstæðisFLokkurinn lét í staðinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli