26 júní 2009

Leiðbeiningar - Íslenskt lyklaborð

Þegar fólk er erlendis og skrifar blogg eða tölvupósta eða eitthvað álíka, þá er síður en svo nauðsynlegt að láta sig hafa það að skrifa með erlendum stöfum. Missa af okkar séríslensku stöfum og verandi með kommur á ólíklegustu stöðum. Það er mjög einföld framkvæmd að stilla lyklaborðið á íslenska stafsetningu. Hér koma leiðbeiningarnar og miðast við tölvur með Windows XP stýrikerfi á ensku. Sé stýrikerfið á öðru tungumáli t.d. spænsku eða þýsku þá er framkvæmdin í raun sú sama, bara önnur orð á hnöppunum sem þarf að velja. Það eru til nokkrar leiðir til að framkvæma þetta. Hér kemur ein.

Fyrir það fyrsta þá þarf að fá upp eitthvað sem heitir Language bar sé hann ekki til staðar (tveir stafir neðst hægra megin, nálægt klukkunni). Það er gert með því að hægri smella á taskbarinn (taskbar er neðsti hlutinn af skjáborðinu, stikan á milli start-hnappsins og klukkunnar), velja toolbars sem er efst. Þá stækkar glugginn og setja setja þarf hak í language bar. Þá ætti að birtast, niðri hægra megin, lítið merki með tveimur stöfum. IS fyrir íslensku, EN fyrir ensku, ES fyrir spænsku og svo framvegis. Sjá mynd.

Hjá mér er þegar hakað í language bar og því eru IS stafirnir sjáanlegir hægra megin í stikunni.

Til að sjá hvaða tungumál standa nú þegar til boða má vinstri smella á stafina tvo (mikilvægt að smella akkúrat á þá ekki bara rétt hjá þeim).


Þarna má sjá að ég get valið á milli íslensku og ensku. Það þýðir að ég hafi einhvern tímann sett inn (innstallað) enska stafsetningu. Til að setja inn nýtt tungumál þarf að fara í næsta skref.


Í næsta skrefi þarf að hægri smella á stafina tvo . Þá kemur upp valmynd þar sem valið er settings (sjá mynd). Hjá mér eru stafirnir IS en væru EN eða eitthvað álíka þegar farið er í tölvu erlendis.

Nú opnast gluggi sem sýnir hvaða tungumál er valið ásamt ýmsum öðrum möguleikum.Við ætlum bara að skoða dálkinn í miðjunni (Installed services). Þangað viljum við bæta við íslensku og veljum því add hnappinn.


Ný gluggi opnast sem býður okkur upp á mörg hundruð tungumál. Þarna þarf að fara í input language listann og fletta niður og finna íslensku (Icelandic).

Því næst er valið OK og glugginn lokast. Í fyrri glugganum veljum við apply síðan OK og glugginn lokast.

Nú erum við búin að fá tölvuna til að bjóða upp á fleiri tungumálamöguleika í lyklaborðinu.
Til að skipta yfir í íslensku þarf einfaldlega að vinstri smella á stafina tvo í taskbar stikunni og velja það tungumál sem manni hugnast. Einnig er hægt að nota flýtilykla og ýta á vinstri alt takkann og shift til að skipta á milli tungumála.

lykilorð: íslensk, stafsetning, lyklaborð, séríslenskir, stafir, útlöndum, skrifa, breyta, tungumál, 

2 ummæli:

  1. Takk fyrir þetta Andri... þetta er búið að vefjast fyrir mér mjög lengi...

    Kv. Rúna Lú

    SvaraEyða
  2. Ekki málið Rúna. Hafðu það gott í Ameríkunni.

    SvaraEyða