26 júní 2009

Tölvuleiðbeiningar og aðrar leiðbeiningar

Í gegnum tíðina hef ég útbúið fjöldann allan af leiðbeiningum fyrir hitt og þetta. Stundum í gegnum bloggið mitt og stundum bara beint til vina og kunningja eftir eftirspurn.
Þar sem þetta eru mest allt leiðbeiningar sem geta nýst allmörgum þá ákvað ég að setja safna þeim öllum saman á tiltekinn stað á síðunni. Auk þess setti ég inn ákveðin lykilorð ofl. til að auka líkurnar á að fólk finni þessar leiðbeiningar þegar það leitar svara, t.d. á Google.

Vonandi nýtist þetta einhverjum. Sérstaklega hef ég trú á því að einhverjir eigi eftir að sjá notagildi þess að breyta  lyklaborðinu yfir á íslenskt til að geta skrifað almennilega, t.d. þegar fólk er erlendis.

Séu einhverjar hugmyndir að leiðbeiningum þá má leggja þær inn í kommentakerfið og ég skal gera mitt besta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli