19 júlí 2009

Ráðherra andstæðingur aðildarviðræðna

Ég er ekki sammála því að það sé endilega ókostur eða óheppilegt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sé andvígur aðild Íslands að evrópusambandinu.
Það er hvorki meiri kostur né ókostur en að hafa ráðherra sem er mjög hlynntur aðild. Jón Bjarnason mun allavega verða skeptískur og líklega ekki "selja sig" í einhverri blindni og ef eitthvað er halda mönnum þannig á tánum. Ég gæti helst trúað að þegar uppi er staðið sé þetta kostur frekar en löstur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli