11 október 2009

Niðurskurður

Fjármál hins opinbera eru ekki burðug um þessar mundir. Skera þarf niður og hækka skatta. Í sjálfu sér er lítið hægt að deila um þörfina, þó er hægt að deila um aðferðarfræðina.
Landspítalinn þarf til dæmis að skera niður um hundruði milljóna og segja þarf upp hundruðum manna.
Í ljósi þessa er vert að benda á nokkra liði í fjárlagafrumvarpinu sem, að mínu mati, fá allt of mikla úthlutun.


Íslenska óperan  140,6
Þjóðleikhúsið   907,0
Sinfóníuhljómsveit Íslands  692,9 (Þetta er töluvert meira en rekstur Vegarðarinnar)
Íslenski dansflokkurinn  119,4
Kristnisjóður     75,0
Sóknargjöld til trúfélaga2.040,0
Þjóðkirkjan1.347,7
Bændasamtök Íslands   521,4
Sendiráð Íslands2.788,0
Varnamálastofnun   963,0


Þetta gera samtals 9.595 milljónir eða tæplega 10 milljarða króna.
Það er algjörlega óraunhæft að ætla að fella þessa liði alla niður. Það má hins vegar alveg benda á hvað það leynast þarna inn á milli ótrúlegir útgjaldaliðir, á sama tíma og það þarf að segja upp skurðlæknum, skera niður  þyrluflug hjá gæslunni o.s.frv. Við erum til dæmis með óbóleikara á launum og dansara og leikara. Bændasamtökinn reka til dæmis risastóra tölvudeild! Við erum með tvo sendiherra í Kandada. Við rekum Varnamálastofnun sem kostar næstum milljarð og svona mætti lengi telja.


2 ummæli:

  1. Sló þessu fljótt upp í exel og gat sparð 7425 miljónir á eðlilegan hátt án þess að leggja nokkuð niður nema kristnisjóð og varnarmálastofnun. Aðrir fenfu að mínu mati yfirdrifið nóg. :)

    SvaraEyða