02 febrúar 2010

Ísbjarnarmorðingi?

Samkvæmt Rúv var bóndinn sem skaut ísbjörninn í Þistilfirði á dögunum ekki með skotvopnaleyfi. Lögreglan hefur lokið rannsókn málsins sem sýslumaður fær nú á sitt borð. Þetta þýðir væntanlega að bóndinn verður hugsanlega kærður fyrir að skjóta ísbjörninn.
Varðandi þetta ísbjarnardráp þá hef ég velt því fyrir mér hvernig þetta atvikaðist allt saman. Samkvæmt Vísi þá var atburðarrásin svona:
Hann var að með sauðfé nærri Óslandi þegar dýrin trylltust skyndilega. Skýringin kom fljótlega þegar Birnan kom aðvífandi. Sjálfur var bóndinn vopnaður veiðiriffli. Hann skaut birnuna tvisvar sinnum og felldi hana í öðru skotinu.
Það sem ég velti fyrir mér er annars vegar hvað bóndi í Þistilfirði er að gera með sauðfé úti í haga 27. janúar? Eins þá finnst mér eitthvað bogið við það að hann hafi verið vopnaður veiðiriffli, svona fyrst hann var að viðra sauðféð! 
Hvað var maðurinn að gera með kindurnar úti og af hverju var hann vopnaður veiðiriffli? Getur einhver sagt mér það? 

4 ummæli:

 1. Ég giska á að hann hafi verið að spara það sem hann heyjaði í sumar með því að beita rollunum úti á meðan jörðin er nánast auð. Ef ég væri bóndi í Þistilfirði þá myndi ég klárlega hafa riffilinn með mér ef ég færi eitthvað út, ekki til að verjast ísbjörnum heldur bara til að vera klár ef tófa eða minkur eða eitthvað dýr sem skemmtilegt er að skjóta kæmi í færi!

  SvaraEyða
 2. Það er MJÖG algengt að bændur viðri sauðfé að vetri, þekki ótal dæmi þess.

  Auk þess er ekkert óeðlilegt að bóndi hafi með sér, haglabyssu/riffill á ferð sinni um sína landareign, þekki ég líka mörg dæmi þess að bændur séu vopnaðir.

  SvaraEyða
 3. Ég fellst á þetta hjá ykkur félögum. Finnst samt alveg eðlilegt að krefjast þess að menn séu með byssuleyfi ef þeir eru með byssuna klára 24/7. Er það nokkuð óeðlileg krafa?

  SvaraEyða
 4. Finnst ansi gott líka í þessu máli að hann var ekki morðingi, fyrr en kom í ljós að hann væri ekki með byssuleyfi.

  SvaraEyða