08 febrúar 2010

Tryggvi Þór og fjármálin

Í dag segir Pressan okkur, eftir "öruggum heimildum" að Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi þegið laun og hlunnindi frá Askar Capital á sama tíma og hann var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. 

Í mars á síðasta ári tjáði Tryggvi sig á bloggsíðu sinni um fjárhagsleg tengsl sín. Þar sagði hann meðal annars: 
Lýsti ég í framhaldinu yfir opinberlega að ég hefði ekki lengur fjárhagslega hagsmuni af fyrrum tengslum mínum við Askar Capital.
Svo allrar sanngirni sé gætt þá er rétt að taka fram að bloggfærsla Tryggva fjallar aðallega um að hann hafi losað sig við félag í sinni eigu, sem stofnað hafði verið um hlutabréfakaup í Askar Capital. Félagið skuldaði 300 milljónir króna þegar Tryggvi losaði sig út, eða eins og hann orðaði það sjálfur:
Þegar ljóst varð að ég myndi skipta um starfsvettvang tók ég þá ákvörðun að selja félagið sem stofnað var um hlutabréfin aftur til baka. 
Ég túlka orð Tryggva þannig að hann sé að segja að hann hafi verið nálægt því að sitja uppi með félag sem skuldaði 300 milljónir og eina eignin var hlutur í verðlausum banka sem var að fara á höfuðið. Til að komast hjá þessu falli hefði bankinn tekið skuldina yfir og Tryggvi verið laus allra mála.

Hér má heyra Tryggva segja í fréttum Stöðvar 2 þann 5.febrúar síðastliðinn, að hann hafi alltaf greitt sín lán!
Strangt til tekið er það jú líklega rétt hjá honum en í besta falli er þetta bara leikur að orðum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli