12 mars 2010

Bubbagengið

ÉG get því miður ekki eignað mér heiðurinn af þessari skilgreiningu. Hún er eign Kristins H. Guðnasonar. Ég ákvað að birta hana hérna til þess að halda henni á lífi. Hún var nánast horfin af internetinu. Það voru einhverjar þrár myndir sem ég náði ekki úr upprunalegu færslunni og þurfti því að myndskreyta sjálfur. 


Bubbagengið!
Bubbagengið er ekki eiginlegt "gengi" eða "klíka" heldur lauslega tengdur hópur manna. Þessi hópur hefur svipuð einkenni, skapgerð, útlit og hegðun. Þó að ýmsa þætti úr hinni hefðbundnu skilgreiningu vanti í fari Bubbagengismanns getur hann samt talist til þess hóps ef önnur einkenni eru ýktari. Bubbagengismenn geta verið á öllum aldri en karlmenn eru þó í miklum meirihluta. Flestir búa þeir á landsbyggðinni, sérstaklega í kaupstöðum sem hafa aðgang að sjó, því að Bubbagengismenn sækja stíft í sjóinn. Mismunandi stig eru á Bubbagengiseðli meðlima, t.d. eru sumir aðeins léttir Bubbagengismenn á meðan aðrir fylla vel upp í öll einkennin og eru þeir einstaklingar oftast mjög leiðinlegir. Bubbagengismenn geta alveg verið alltílægi gaurar en fáir ná því að vera skemmtilegir. Flestir þeirra eru mjög leiðinlegir.
Skilgreining á Bubbagengismanni (homo sapiens bubbus):

1. Útlit
Eitt af meginkennileitum Bubbagengismannsins er derhúfan.
Nánast allir Bubbagengismenn ganga með derhúfu. Ef þú sérð Bubbagengismann sem ekki er með derhúfu þá hefur hann gleymt henni heima eða tínt henni á fylleríi (sjá hegðun).
Flestir Bubbagengismanna taka í vörina.
Það þarf varla að taka það fram að þeir taka að sjálfsögðu "Ruddann" (Íslenskt neftóbak) í vörina. Ef Bubbagengismaðurinn tekur ekki í vörina er hann annað hvort ekki kominn á aldur til þess (þ.e.a.s. undir 13 ára aldri) eða hann reykir þeim mun meira.
Bubbagengismenn eru sjaldan áberandi í klæðaburði eða hárgreiðslum. Yfirleitt eru þeir með annað hvort stallaklippingu eða mjög stutt hár. Sítt hár sést ekki á Bubbagengismanni.

2. Atvinna
Bubbagengismenn eru áberandi á tveim vinnustöðum sérstaklega.
Oft vinna þeir við fiskvinnslu, t.d. rækjuvinnslu.
Eða þá að þeir eru á sjó (sem er MJÖG áberandi í stétt Bubbagengismanna)

Það góða við sjómennsku Bubbagengismanna er að þeir eru oft lengi á túr og verður maður því lítið var við þá. En það slæma við sjómennsku þeirra er þegar þeir koma í land og óhefluð Bubbagengískan brýst út í sinni ljótustu mynd.

3. Áhugamál
Áhugamálin er sennilega það sem lýsir Bubbagengismanninum best.
Margir Bubbagengismenn eiga snjósleða.
Ef þeir eiga ekki snjósleða þá langar þeim ólýsanlega í einn slíkan. Sumir eiga fleiri en einn.
Ungir Bubbagengismenn eiga of skellinöðrur.
Þegar Bubbagengismaðurinn vex úr grasi og er búinn að eyðileggja skellinöðruna sína úr töffarastælum, kaupir hann sér bíl. Það sem skitpir mestu máli við bílinn að mati Bubbagengismannsins er spoilerinn.
Réttara sagt getur Bubbagengismaður ekki talist maður með mönnum ef hann er ekki með spoiler á bílnum sínum. Þetta undarlega "fetish" hef ég reyndar aldrei skilið, né heldur þá þráhyggju að þvo og bóna bíla sína (og þá sérstaklega spoilerinn) upp á hvern einasta dag. Mér finnst mjög leiðinlegt að þvo bíla og reyni að forðast það í lengstu lög.
Bubbagengismanninum finnst gaman að skjóta úr byssum.
Ef það væru ekki til lög um manndráp í landinu værum við sennilega í mikilli hættu, því að Bubbagengismönnum finnst mjög gaman að skjóta á hluti, sérstaklega lifandi hluti eins og t.d. fugla.

Bubbagengismaðurinn hefur gaman að tónlist, en að mjög takmörkuðu leyti. Eins og nafn hans gefur til kynna hlustar hann mikið á Bubba Morthens.
Bubbi er hetja í augum Bubbagengismannsins, sérstaklega í ljósi þess sem hann vann einu sinni við sjávarútveg. Ef Bubbagengismaðurinn kann ekki textann við "Stál og hnífur" er hann hreppsómagi Bubbagengissamfélagsins.

Metallica er hljómsveit sem Bubbagengismaðurinn hefur gaman að.
En bliknar þó í samanburðinum við Bubba Morthens.
Sérstaklega hefur Bubbagengismaðurinn gaman að laginu "Final Countdown" með Europe.
Bubbagengismaðurinn er samt ekkert sérlega tónelskur og kemur tónlistarlegt metnaðarleysi hans best fram þegar hann fer á rúntinn. Þegar á rúntinn er komið hlustar Bubbagengismaðurinn mest á evrópska danstónlist.
Þetta gerir hann ekki af því að honum finnst það skemmtilegt. Heldur eru tvær ástæður fyrir þessu. Fyrsta er sú að bassamagn danstónlistarinnar er mikið og hljómar betur í græjunum.
Bílagræjur Bubbagengismannsins eru yfirleitt mjög öflugar og þá sérstaklega bassinn. Seinni ástæðan er til að pikka upp stelpur.
Stelpurnar eru yfirleitt á aldrinum 13-16 ára. Eldri stelpur eru gamalt kjöt í augum Bubbagengismannsins.
Einnig hefur Bubbagengismaðurinn gaman að atvinnu sinni og þá sérstaklega togurum. Bubbagengismenn skoða togara með álíka heillun og skátar skoða fugla.

4. Hegðun
Hegðun Bubbagengismannsins er áberandi. Það sem er mest áberandi er þegar Bubbagengismaðurinn er fullur.
Bubbagengismaðurinn er yfirleitt leiðinlega fullur. Hann annað hvort situr einn útí horni (við það að drepast áfengisdauðdaga) og horfir illlega á fólk eða þá að hann er ofbeldishneigður. Sérstaklega ætla ég að beina athygli minni á ofbeldishneigð Bubbagengismannsins. Hann lendir þá yfirleitt í slagsmálum.
Slagsmál geta verið innan Bubbagengissamfélagsins en algengara er að þeir sláist við utanbæjarmenn.


Oftast eru þessir utanbæjarmenn úr Bubbagengjum frá öðrum bæjum eða sveitum.
Er þessi hegðun nátengd þeirri staðreynd að Bubbagengismenn eru yfirleitt yfirlýstir rasistar.
Sérstaklega eru Bubbagengismenn leiðinlegir á útihátíðum, þá sérstaklega um Verslunarmannahelgina.
Ber að forðast þá á útihátíðum, sérstaklega ef maður er ekki frá sama bæ eða byggðakjarna og alls ekki, ég endurtek ALLS EKKI bjóða þeim í partí.

5 ummæli:

 1. Má svo alls ekki gleyma því þegar að Birkir frændi minn skrifaði færslu um þetta á bloggsíðunni sinni og allt varð vitlaust!

  SvaraEyða
 2. Ég man ekki eftir því! Var það gamla Folk.is síðan hans?

  SvaraEyða
 3. Þetta er allt voðalega áhugavert... ég er úr einu svartasta krummaskuði landsinns, og ef einhver sem ég þekki kemst nálægt þessu þá nær hann kannski 60%. Þetta með Bubba, Metallica og Final Countdown er samt alveg bullseye, sem og skot vopn og snjósleða...

  SvaraEyða
 4. ert nokkurnveginn að lýsa 3/4 af öllum Ólafsfirðingum og Dalvíkingum. Jafnvel hallærislegum húsvíkingum

  SvaraEyða
 5. Þetta er svo stórkostleg lesning :) SNILLD..... Bubbagengismenn skoða togara með álíka heillun og skátar skoða fugla..... :)

  SvaraEyða