14 júní 2010

Stöð2 Sport2 rústar Rúv í HM umfjöllun

Í dag er fjórði í HM og lífið að komast í þetta týpíska HM jafnvægi. Eftir þessa fjóra daga þá þykir mér einsýnt að Stöð2sport2 er að valta yfir Rúv með umfjöllun sinni um heimsmeistarakeppnina.

Fyrir það fyrsta þá virðist það vera happa glappa hvaða leikir eru sýndir á Rúv. Í dag var Holland að spila við Dani og viti menn, Rúv sýndi beint frá Alþingi!

Í öðru lagi þá eru leikirnir þetta árið ekki allir á "prime time" og því nauðsynlegt að geta horft á þá síðar. Rúv endursýnir að sjálfsögðu ekki leikina enda hefur sú stöð fleiri hlutverk að sýna íþróttir. Á sportrásunum rúlla leikirnir skipti eftir skipti. Þeir leikir sem ég hef misst af en langað að sjá, þá hef ég bara horft á á Sport2.

Í þriðja lagi þá er það HM-stofa Rúv gegn HM 4 4 2 á Sport2. Hjá Rúv er það Þorsteinn J. sem stýrir umfjölluninni en á Sport2 er það Logi Bergann. Hvorugur þeirra verður sakaður um að vita mikið um fótbolta. Mér finnst Logi vera fínn. Hann er mátulega hress, góður spjallari og bara skemmtilegur sjónvarpskall. Þorsteinn er að mínu mati ekkert skemmtilegur. Hann er bara leiðinlegur sjónvarpsmaður og ekkert meira um það að segja.
Rúv hefur Hjövar Hafliða sem er klárlega einn af þeim betri. Hjörtur Júlíus er líka fínn. Svo eru þarna nokkrir frekar hlutlausir bara. Á Sport2 erum við að tala um meistara Gauja Þórðar og Gumma Ben svo einhverjir séu nefndir.

Mín niðurstaða er því einföld. Svona viðburðir eiga bara heima á sportrásum stöðvar 2. Skítt með það þó að maður þurfi að borga fyrir áskriftina.

11 ummæli:

 1. Það er örugglega margt rétt í þessu en ég er ekki með Stöð2 svo ég hef ekki samanburðinn og er bara nokkuð sátt við þá á RÚV. En á Skjánum getur maður horft á þá leiki sem búnir eru þegar manni hentar.... bara svona rétt að benda á það ;)

  Kveðja Lilja Friðriks

  SvaraEyða
 2. Ég deili ekki með þér þessari aðdáun á Guðjóni Þórðarsyni sem sjónvarpsmanni. Mér finnst afleitur í lýsingum og í þessum þætti, HM 4 4 2. Hann er samt ekki jafn hörmulegur og Þorkell Máni í lýsingum. Ég er hins vegar sammála því að Þorsteinn Joð er leiðinlegur.
  En sástu þegar Ragna Lóa viðurkenndi að hún hafi ekki séð einn leikinn af því að hún var að kaupa föt á sama tíma og leikurinn var?? Fyrir það eitt ætti hún að vera rekin úr þessum þætti. Hún fær borgað fyrir að horfa á leikina og tjá sig um þá í þættinum. Að vísu segir hún ekki neitt, en samt.

  SvaraEyða
 3. Það er ekki happa glappa hvaða leikir eru sýndir á RÚV. Stöð 2 Sport sýnir alla "morgunleikina" þ.e.a.s. alla leiki sem byrja klukkan 11:30 sem eru 10 talsins. Síðan sýna þeir 1 leik í lokaumferðinni í hverjum riðli og yfirleitt leikina sem fyrirfram eru taldir minna spennandi. Það eru 8 leikir og þá eru þessir 18 leikir sem þeir fá komnir og RÚV sér um rest.

  SvaraEyða
 4. Ertu ekki svolítið að bera saman epli og appelsínur? Stöð sem gefur sig út fyrir að sýna bara íþóttir og svo ríkisútvarpið? ...bara svo smá ábending....

  SvaraEyða
 5. Þorsteinn J er algjör meistari! Að halda því fram að hann sé leiðinlegur sýnir bara að þú kannt ekki að meta góða sjónvarpsmenn! :)

  SvaraEyða
 6. Sko ég veit að sjálfsögðu alveg að þetta er ekkert random hvaða leikir eru sýndir. Finnst bara fáránlegt t.d. að sýna ekki Holland - Danmörk og sýna í staðinn frá alþingi!

  Missti af þessu með Rögnu Lóu. Klárlega ekki gott múv hjá henni. Veit ekki alveg hvað hún er að gera þarna. Líklega til að gleðja Höllu Gunnarsdóttur.

  Það er reyndar frekar nett að geta horft á þetta á skjánum, eiginlega betra en að sýna þetta endalaust á sportrásunum. En þá komum við að því að ég er ekki með skjáinn, er bara með digital ísland.

  Ég vil ekki meina að ég sé að bera saman epli og appelsínur Berglind. Er meira bara að benda á af hverju stöð sem gefur sig út fyrir að sýna bara íþróttir á frekar að sýna frá HM en ríkisútvarpið. Rúv er ekki að gera þetta af fullum krafti og mun aldrei gera það.

  Þorsteinn Joð er hlandfata.

  SvaraEyða
 7. Mer finnst vera ad mer vegid i þessari umfjollun og vill minna folk a að gaeta orda sinna. Allir sja þessi skrif og er haeglega haegt að stefna folki fyrir aerumeidingar.

  kv Th.J. Hlandfata

  SvaraEyða
 8. Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á því, þá er þetta komment ekki komið frá Joðaranum. Hann var staddur í sjónvarpssal þegar þessi athugasemd var sett inn í tölvu sem var stödd í Bandaríkjahrepp.

  SvaraEyða
 9. hehehe
  En ég ætla samt sem áður að taka til baka það sem ég hafði áður sagt. Mér finnst RÚV vera að rústa Stöð 2 Sport í þessu. Miklu betri umfjöllun hjá RÚV. Logi er svæfandi, Ragna Lóa segir ekkert, Guðjón Þórðar er leiðinlegur og Þorkell Máni veit lítið sem ekkert um fótbolta.

  SvaraEyða
 10. hahaha...það tóka Andra rannsóknarblaðamann aðeins 6 daga að finna það út að JOÐ-ið var ekki að commenta á þennan þráð. Varð bara að hrista aðeins upp í honum...
  kv Halldór Gunnar.

  SvaraEyða
 11. hahaha,... það tóka Andra rannsóknarblaðamann aðeins 6 daga að finna út úr því að þetta var ekki JOÐ-ið sem var að kommenta á þennan þráð.... ;-)
  Varð aðeins að hrista upp í honum.
  kv Halldór Gunnar.tickh

  SvaraEyða