03 nóvember 2010

Nýja stjórnarskrá?

Ég hef verið spurður um mína skoðun á stjórnlagaþingi og þörfinni á nýrri stjórnarskrá.

Í stuttu máli þá er mín skoðun sú að öðruvísi stjórnarskrá hefði líklega ekki komið í veg fyrir nokkuð af því sem átti sér stað á Íslandi fram yfir bankahrun. M.ö.o. staðan í dag væri líklega nokkuð svipuð og hún er.

Ég tel að ekki þurfi að skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni, heldur að nægjanlegt sé að uppfæra þá sem fyrir er og lagfæra hana. Á næstu dögum mun ég telja upp einhverjar af þeim breytingum sem ég vil sjá á stjórnarskránni.

Hvað stjórnlagaþingið sjálft varðar, þá er það mín skoðun að þessi atburður eigi fullan rétt á sér. Ég tel að núna sé góður tími til að endurskoða stjórnarskránna og uppfæra hana, eitthvað sem staðið hefur til lengi. Þjóðin stendur á tímamótum og ýmsar breytingar eru á döfinni. Því tel ég ákjósanlegt að þessar breytingar fari fram núna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli