01 febrúar 2011

Þorvaldur þrjúprósent?

Fyrir einskæra óheppni álpaðist ég inn á rotþró kennda við "aemmex", þar sem skítadreifarar íhaldsins dreifa skít í skjóli nafnleyndar smáfugla.
Eins og öllum er kunnugt er þessum nýfrjálshyggjumönnum, sem standa á bakvið síðuna, óskaplega illa við Þorvald Gylfason og finna honum allt til foráttu. Í kjölfar kosninga til stjórnlagaþings er skítadreifaranum beint að Þorvaldi í meira mæli en vanalega.
Eitt helsta upplegg nýfrjálshyggjumannanna í drulluforinni er að Þorvaldur hafi "einungis" fengið 3,1% fylgi atkvæðabærra manna.

Ég varð fyrir vonbrigðum með kosningaþátttöku til stjórnlagaþings. Það var orðið ljóst síðustu dagana fyrir kosningu að kjörsóknin yrði ekki góð, en ég batt vonir við að hún næði þó allavega helmingi.
Gott og vel. Það voru rúmlega 232 þúsund kjósendur á kjörskrá. Þeir sem sáu ástæðu til að mæta voru um 83.500 eða 36% kjósenda. Þorvaldur fékk 7.192 atkvæði sem eru, eins og áður kom fram, 3,1%.
Það sem skítadreifararnir taka ekki með í reikninginn, því þeir eru jú að dreifa skít og reyna að gera trúverðugleika Þorvaldar og stjórnlagaþings sem minnstan, er að það voru töluvert fleiri sem settu Þorvald og aðra framjóðendur, á sinn lista, án þess þó að setja hann í efsta sætið. Kosningakerfið býður nefnilega upp á það að setja "líklegustu" frambóðendurnar aftan við minni spámenn.
Mér sýnist að tæplega 29 þúsund manns hafi sett Þorvald sem einn af þeim 25  einstaklingum sem tiltekinn kjósandi vildi sjá á þinginu. Það þýðir að rúmlega 12% atkvæðabærra manna vildi sjá Þorvald sem stjórnlagaþingsþingmann. Þá voru yfir 24 manns sem settu Ómar Ragnarsson á sinn lista.

Til setja þessar tölur í samhengi má nefna að í alþingiskosningunum árið 2007 þar sem sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þremur mönnum og náði inn 25 þingmönnum, var það gert í skjóli tæplega 67 þúsund atkvæða.
Það voru 66.754 kjósendur sem greiddu atkvæði flokknum í heild eða einhverjum af þeim 126 einstaklingum sem voru í framboði fyrir flokkinn. Ef ég skítadreifi þessu á hvern og einn frambjóðenda þá jafngildir þetta 530 atkvæðum á haus, en það sjá allir í gegnum svoleiðis útreikning.

Til að setja tölurnar í meira samhengi þá muna það allir að ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks féll í þessum kosningum árið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Samfylkingu (sællar minningar!!!) þar sem Geir H. Haarde var áfram forsætisráðherra, valdamesti maður landsins. Í Reykjavíkurkjördæmi suður hlaut sjálfstæðisflokkurinn rétt ríflega 13.800 atkvæði. Það dugði til að ná inn þremur þingmönnum og tveimur ráðherrum, þeim Birni Bjarnasyni dómsmála. og Geir Hilmari Haarde sem forsætis, valdamesti maður Íslands.
Í Rvk. norður hlaut flokkurinn færri atkvæði eða um 12.800. Það dugði fyrir fjórum þingmönnum til viðbótar.
Þarna eru því samankomin 26.600 atkvæði greidd samtals 44 sjálfstæðismönnum sem voru í framboði í Rvk. norður og suður. Það gera um ríflega 600 atkvæði per haus.

Svo það fari ekki á milli mála þá átta ég mig á því að þessi samanburður er ekki yfir gagnrýni hafinn. Í reynd er erfitt að bera saman jafn ólíkar kosningar. Þessi samanburður er ekki gerður til að sanna eitt né neitt, heldur fyrst og fremst til að sýna fram á hversu drullugur áróðurinn getur verið.
Heimildir: Internetið. 


Pistillinn er upphaflega skrifaður um mánaðarmótin nóv/des 2010. Ég kom því síðan ekki í verk að birta hann fyrr en núna, þegar gjörbreyttar aðstæður eru uppi eftir dóm Hæstaréttar. Þessi texti stendur samt engu að síður. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli