14 maí 2011

Perú I

þegar þetta er skrifað erum við stödd í rútu á leiðinni út á land í Perú, eftir að hafa eytt fyrstu dögum í höfuðborginni Lima.

Ferðalagið var nokkuð langt og strembið. Flug frá Íslandi til New York, bið þar í nokkra klukkutíma og svo langt næturflug til Perú. Að sjálfsögðu erum við búin að hitta islending. Í flugvélinni hittum við konu sem heitir Anna, býr í NY og starfar sem ljósmyndari. Hún var að fara upp í fjöllin að mynda fyrir eitthvað tímarit.Fyrsta menningarsjokkið kom fljótlega eftir að við lentum í Lima, nánar tiltekið þegar við tókum fyrsta leigubílinn. Allstaðar er fólk varað við leigubílstjórum borgarinnar þannig að við vorum sérstaklega tortryggi þegar Ivan leigubílstjóri hengdi sig á okkur og vildi endilega skutla okkur í bæinn. Við létum okkur hafa það og hann reyndist bara ágætis kall. Reyndar ekkert sérlega góður bílstjóri, fór stundum yfir á rauðu og gleymdi sér stundum þegar hann var að segja sögur en hann fann fyrir okkur mjög fínt hostel og kom okkur heilum þangað.
Hann sagði við Guðnýju að hún liti út fyrir að vera ólétt. Miðað við að ég hef séð hana drekka bæði bjór og rautt síðan við komum þá trúi ég henni að hann hafi haft rangt fyrir sér!

Umferðarmenningin hérna er alveg mögnuð. Löngu búið að finna upp bílflautuna en enn þá eru stefnuljósin svo gott sem óþekkt uppfinning. Þá er ekki óalgengt að sjá sjúkrabíla með sírenur og blikkandi ljós að reyna að komast áleiðis en engum dettur í hug að gefa eftir sitt pláss og hleypa þeim fram úr. Hugsanlega er því ekkert fljótlegra að fara með sjúkrabíl en taxa!Verðlagið er sæmilegt. Við erum núna á leiðinni úr höfuðborginni, þar sem allt er dýrara enn út á landi, þannig að verðlagið á að fara lækkandi núna.Látum þetta duga í bili. Kveðja Andri Valur, Guðný, Þórólfur og Lára.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli