
Ástæðan fyrir þessu næturbrölti var að vera með fyrsta fólki í röðinni við hliðið. Það þýddi að við yrðum með þeim fyrstu til að hlaupa upp á topp þann daginn, á undan fyrstu rútunum uppeftir og þar af leiðandi með þeim fyrstu inn í borgina sjálfa. Þannig gætum við tekið góðar myndir af borginni áður en allt fylltist af fólki.

Það er í raun endalaust hægt að skrifa um borgina sjálfa. Það var mögnuð upplifun að skoða þetta, sérstaklega að hafa Walter leiðsögumann sem sagði okkur söguna á bakvið byggingarnar, hverjar væru þær helstu og hvaða tilgangi þær þjónuðu.

Ég hafði hugsað mér að gera Maccu Picchu nánari skil á bloggsíðunni við tækifæri, eitthvað sem ég nenni ekki að skrifa í símann, og þegar ég verð kominn með betri myndir! Fylgist því með því á www.andriv.com


Eftir nokkrar klukkustundir á rölti um MP héldum við til baka niður í bæinn þar sem við tók bið eftir lestinni til baka í Cusco.
Frábærri ferð var þar með lokið og ný ævintýri framundan.



- Posted using BlogPress from my iPhone
Skemmtileg lesning, var búinn að gleyma því að þessi síða væri til, en maður bíður spenntur eftir næstu færslu.
SvaraEyðakv. EB
jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii enn skemmtilegt
SvaraEyða