01 júní 2011

Perú V

Lokadagur göngunnar hófst snemma. Mæting niður í móttöku um miðja nótt og gengið að hliðinu sem fólk fer í gegnum til að ganga síðasta spölinn upp í MP.


Ástæðan fyrir þessu næturbrölti var að vera með fyrsta fólki í röðinni við hliðið. Það þýddi að við yrðum með þeim fyrstu til að hlaupa upp á topp þann daginn, á undan fyrstu rútunum uppeftir og þar af leiðandi með þeim fyrstu inn í borgina sjálfa. Þannig gætum við tekið góðar myndir af borginni áður en allt fylltist af fólki.Það er í raun endalaust hægt að skrifa um borgina sjálfa. Það var mögnuð upplifun að skoða þetta, sérstaklega að hafa Walter leiðsögumann sem sagði okkur söguna á bakvið byggingarnar, hverjar væru þær helstu og hvaða tilgangi þær þjónuðu.Ég hafði hugsað mér að gera Maccu Picchu nánari skil á bloggsíðunni við tækifæri, eitthvað sem ég nenni ekki að skrifa í símann, og þegar ég verð kominn með betri myndir! Fylgist því með því á www.andriv.com

Eftir nokkrar klukkustundir á rölti um MP héldum við til baka niður í bæinn þar sem við tók bið eftir lestinni til baka í Cusco.
Frábærri ferð var þar með lokið og ný ævintýri framundan.

- Posted using BlogPress from my iPhone

2 ummæli:

  1. Skemmtileg lesning, var búinn að gleyma því að þessi síða væri til, en maður bíður spenntur eftir næstu færslu.
    kv. EB

    SvaraEyða
  2. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii enn skemmtilegt

    SvaraEyða