Kúba er spennandi staður. Íbúar eru rétt ríflega 11 milljónir og eyjan er lítillega stærri en Ísland að flatarmáli eða um 110 -111 þúsund ferkílómetrar, sem gerir Kúbu að stærstu eyjunni í Karabíska hafinu. Rétt er að halda því til haga að "eyjan" er Isla Grande sem er stærsti hluti Kúbu sem telur í heild yfir 4.000 þúsund eyjar og rif. Eyjan er frekar löng og mjó ef svo má segja því hún er um 1.250 km. frá austri til vesturs en minnst 31 km. og mest 193 km. frá norðri til suðurs.
Næstu nágrannar eru Bandaríkin (Flórída 180 km.) og Bahamas í norðri, Haítí (80 km.) í austri, Jamaíka (140 km.) í suðri og Mexíkó (210 km.) í vestri.
Allavega þá verður heimilið okkar næstu vikuna herbergi hjá þeim Enmu og Estelu eða Emmu og Stellu eins og við köllum þær. Um er að ræða tvær eldri konur sem eru hættar að vinna. Önnur þeirra var píanisti og hin fyrirsæta. Við fengum að sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá því snemma á fyrirsætuferlinum, svona um það bil í þann mund er Fidel og Che voru að hefja "La revolución".
Látum þetta nægja í bili. Ég ætla að fara í skólann og reyna að læra smá spænsku eða hið minnsta reyna að rifja upp þessi helstu orð sem maður þarf að nota. Færslurnar hérna eru ekki endilega alveg í rauntíma því internetið finnst ekki hvar sem er á Kúbu. Stundum bíða færslurnar birtingar fram að næstu nettengingu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli